afmæli

Hún Bylgja mín á afmæli í dag.Þennan dag dó amma mín líka fyrir 3 árum á fertugsafmælinu hennar Bylgju minnar blessuð sé minning hennar

bið eftir peningum

Þetta er ótrúlegt peningurinn fyrir úllunni  fór frá Noreg á þriðjudag í síðustu viku en hann er ekki ennþá kominn.Ég er búinn að skila bátnum af mér og bara bíð því ég fæ ekki hinn bátinn afhentan fyrr en peningurinn er kominn og hver dagur er dýr ég hefði verið fljótari að sigla til Noregs og fljúga heim.

síðasta sigling á Úllu

Er að fara að leggja á stað siglandi til R-víkur(sundahöfn)endurnærður eftir frábæran fótboltaleik M.utd-W.Ham

Sjávarútvegsráðherra: Álit mannréttindanefndar SÞ kallar ekki á róttækar breytingar

“Ég get ekki séð að álit mannréttindanefndar SÞ kalli á róttækar lagabreytingar. Ég útiloka þó ekki að einhverjar breytingar kunni að vera nauðsynlegar vegna þess,“ segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra í ítarlegu opnuviðtali í Fiskifréttum í dag.

 

 

Í sjávarútvegsráðuneytinu er nú unnið að svari Íslands við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að kvótakerfið samræmist ekki mannréttindasáttmála SÞ. Einar segir að við verðum að hafa það í huga að hér séu gríðarlegir efnahaglegir hagsmunir í húfi. “Sjávarútvegur er veigamesta atvinnugrein okkar og til að þar náist árangur þarf greinin að búa við eins mikinn stöðugleika og kostur er. Ég legg áherslu á að allar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu eiga að vera þróun en ekki kollsteypur.“

Einar segist reyndar hafa miklar efnislegar athugasemdir við niðurstöður nefndarinnar og hann telur að þar hafi verið skautað yfir flókið mál. “Einhverra hluta vegna áttaði meirihluti nefndarinnar sig ekki á því að miklar aflamarkstilfærslur hafa orðið frá því að aflamarkskerfið var leitt í lög 1983,“ segir Einar.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.


skalli og útaf

Hvað var Nani að pæla í að skalla mannin í andlitið frekar ljótt í annars frábærum leik

Úllan á förum

Jæja við vorum í allan dag að græja bátinn fyrir söluna.Ég er búinn að veiða rétt rúm 300 tonn á þessu fiskveiðiári sem er bara fínt.Sigli suður í R.vík á morgun eftir leikina að sjálfsögðu,þar verður Úllan hífð í vagninn sem var keyrður suður síðustu nótt.Um miðja viku ætti ég svo að fá nýja bátinn það er að segja nýju Úlluna mína.En af mér er það að frétta að það var dregin úr mér tönn um daginn og ég er að drepast í kjaftinum er á pensillíni og einhverju verkjapillum þetta virkar bara ekkert svo er mar með þessa verki á heilanum allan sólarhringinn.

hörkuleikur en lítil fyrirstaða

Chelsea tekur þetta nokkuð létt. John Arne Rise skorar sennilega ekki í þessum leik.Við  höfum ekki tapað á heimavelli okkar í ótrúlegan tíma en það hlýtur samt að styttast í það en það verður ekki í kvöld.Við vinnum þennan leik 2-1 Torres skorar fyrsta en J.Cole jafnar og Anelka kemur okkar mönnum yfir
mbl.is Byrjunarlið Chelsea og Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

bræla

það getur ekki verið að það sé komin bræla einu sinni enn.Jæja ég vinn þá bara í bátnum á morgun stendur til að hann fari til Noregs á miðvikudaginn en sennilega dregst það í viku.Ég er svona að vona að ég nái að fara uppá Akranes og ná í hinn bátinn áður en ég fer með gamla suður

Stig af Man.utd

Nú er staðan 81-81 og bæði lið eiga því jafna möguleika á sigri,ég er samt á því að Chelsea endi sem meistarar þetta árið.Þessi læti sem voru eftir leik liðanna eru ekki góð og verða örugglega skoðuð og sektir held ég óumflanlegar því svona á ekki að gerast.Ætti jafnvel bara að taka stig af M.utd fyrir þessi læti

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Davíð Þorvaldur Magnússon
Davíð Þorvaldur Magnússon
ferskur og fallegur,ofvirkur tappi sem getur ekki setið og gert ekki neitt

hvaða lið vinnur deildina

hver vinnur ensku deildina í ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband